Séra Halldór varaformaður

Séra Halldór Gunnarsson.
Séra Halldór Gunnarsson. mbl.is/Golli

Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti, var kjörinn varaformaður á framhaldsstofnfundi Flokks fólksins í gær. Þá var Grétar Pétur Geirsson, formaður Sjálfsbjargar, kjörinn í stjórn.

Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að flokkurinn hyggist birta framboðslista í öllum kjördæmum á næstu dögum.

Fullskipuð stjórn Flokks fólksins:

Inga Sæland lögfræðingur er formaður stjórnar.

Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti, varaformaður.

Auður Traustadóttir sjúkraliði er ritari flokksins.

Einir Kristjánsson verkefnastjóri.

Grétar Pétur Geirsson, formaður Sjálfsbjargar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert