Neitar að hafa sparkað í lögreglumenn

Maðurinn sparkaði í lögreglumenn íklæddur klossum með stáltá. Myndin er …
Maðurinn sparkaði í lögreglumenn íklæddur klossum með stáltá. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tæplega fertugur karlmaður neitaði sök þegar mál gegn honum vegna ofbeldis gegn lögreglumönnum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa sparkað ítrekað í tvo lögreglumenn íklæddur klossum með stáltá.

Atvikið átti sér stað á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í ágúst í fyrra eftir að maðurinn hafði verið handtekinn fyrir að stela bíl og aka undir áhrifum áfengis og vímuefna. Hann er sakaður um að hafa ítrekað slegið og sparkað í tvo lögreglumenn. Þegar þeir lögðu hann á bakið og héldu honum niðri reyndi hann að grípa og klípa í annan þeirra og sparkaði ítrekað í hinn.

Frétt mbl.is: Sparkaði í lögreglu með stáltá

Annar lögregluþjóninn hlaut mögulegt rifbeinsbrot auka áverka á fótlegg og mar eða tognun á upphandlegg.

Þá neitaði maðurinn að hafa reynt að fella lögreglumann þegar hann streittist gegn handtöku í Breiðholti í nóvember.

Maðurinn játaði hins vegar þann lið ákærunnar sem varðaði nytjastuldinn og umferðarlagabrotið í ágúst í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert