Þúsundir á dag í norðurljósaskoðun

Norðurljós við Hádeigismóa.
Norðurljós við Hádeigismóa. mbl.is/Árni Sæberg

Áætla má að nokkur þúsund erlendir ferðamenn fari í skipulagðar norðurljósaferðir hér á landi á degi hverjum, en fjöldi ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda býður upp á slíkar ferðir.

Úrval ferðanna er býsna fjölbreytt, t.d. er hægt að skoða norðurljósin í jeppaferð, frá hafi, af hálendinu, úr heitri laug eða sameina norðurljósaskoðun og heimsókn á veitingastað.

Talsmenn tveggja ferðaskrifstofa sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag segja að talsvert sé um að erlendir ferðamenn komi hingað í þeim tilgangi einum að sjá norðurljósin. Norðurljósaferðir eru helst skipulagðar á tímabilinu október til mars vegna birtuskilyrðanna, en undanfarið hefur norðurljósasýn verið með eindæmum góð og farið hefur verið í þessar ferðir síðan í ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert