Akurey AK 10 sjósett í Tyrklandi

Akurey AK 10 sjósett í Tyrklandi í gær.
Akurey AK 10 sjósett í Tyrklandi í gær. Ljósmynd/HB Grandi/Þórarinn Sigurbjörnsson

Akurey AK 10 var sjósett hjá Celiktrans-skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi í gær.

Skipið er annar ísfisktogarinn af þremur sem smíðaðir eru hjá tyrknesku stöðinni fyrir HB Granda. Uppsjávarskipin Venus NS og Víking AK voru smíðuð í sömu skipasmíðastöð.

Smíði Akureyjar hófst síðastliðinn vetur og er heildarlengd 54,75 metrar. Klefar eru fyrir 17 manna áhöfn. Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Sturlaugi H. Böðvarssyni AK, verður skipstjóri á Akurey.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert