Leituðu manns í Esjunni

Þórður Arnar Þórðarson

Neyðarlínunni barst tilkynning um ellefuleytið í gærkvöldi  um að karlmaður hafi ekki skilað sér til baka eftir gönguferð á Esjuna, en maðurinn hafði orðið viðskilja við félaga sinn í myrkrinu. 

Björgunarsveitir ræstar út og fundu þær manninn heilann á húfi skömmu síðar.  Maðurinn var þá orðinn nokkuð kaldur, enda hafði var hann illa búinn til fjallgöngu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert