Boðaðar breytingar á kjararáði eru umdeildar

Ákvarðanir kjararáðs hafa jafnan verið umdeildar.
Ákvarðanir kjararáðs hafa jafnan verið umdeildar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breytingarnar á kjararáði, sem boðaðar eru í frumvarpi fjármálaráðherra sem nú er til meðferðar í efnahags- og viðskiptanefnd, eru umdeildar.

Verði það lögfest verður mikil fækkun í hópi þeirra sem kjararáð ákveður laun og starfskjör hjá.

Nefndinni hafa nú borist hátt 20 umsagnir og koma þar fram skiptar skoðanir. Ýmsir sem færa á undan úrskurðarvaldi kjararáðs gagnrýna frumvarpið en einnig er lýst stuðningi við það í umsögnum m.a. BHM, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ásta Þórarinsdóttir, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, segist í umsögn styðja þá ráðagerð frumvarpsins að forstöðumenn stofnana verði teknir undan ákvörðunarvaldi Kjararáðs um launakjör, ekki síst að því er varðar þær stofnanir sem hafa stjórn sem ber ábyrgð á rekstri og árangri forstöðumanna. Miklu máli skipti að sjálfstæði FME sé tryggt, eins og ítrekað hafi komið fram þegar gerðar hafa verið úttektir á eftirlitinu, m.a af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert