Innsiglað fyrir að standa ekki skil á sköttum

Fyr­ir­tækið er undirverktaki í bygg­ing­ar­starf­semi á fram­kvæmda­svæðinu við Bláa lónið
Fyr­ir­tækið er undirverktaki í bygg­ing­ar­starf­semi á fram­kvæmda­svæðinu við Bláa lónið mbl.is/Ómar

Starfsstöðvum fyrirtækis í byggingarstarfsemi í Reykjavík og á Suðurnesjum var lokað sl. þriðjudag í umfangsmiklum aðgerðum fulltrúa Ríkisskattstjóra og lögreglu.

Ástæðan var sú að fyrirtækið hafði ekki skilað staðgreiðslu af launum starfsfólks og ekki staðið skil á virðisaukaskatti. Nema fjárhæðirnar á annað hundrað milljónum króna.

Um er að ræða undirverktaka í byggingarstarfsemi á framkvæmdasvæðinu við Bláa lónið skv. heimildum Morgunblaðsins. Alls var ríflega 30 starfsmönnum vísað af viðkomandi starfsstöðvum, allt að 20 starfsmönnum í Reykjavík og 12 starfsmönnum suður með sjó að sögn Sigurðar Jenssonar, yfirmanns eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. „Þetta var ein stærsta aðgerð sem við höfum farið í á þessu sviði,“ segir Sigurður.

,,Tæki og verkfæri voru sett inn í vinnuskúra og gáma sem voru síðan innsiglaðir og hið sama var gert við bifreiðar,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert