Ný krabbameinslyf lofa góðu

Bergdís Björt Guðnadóttir og Ásgerður Sverrisdóttir.
Bergdís Björt Guðnadóttir og Ásgerður Sverrisdóttir. mbl.is/Golli

Ný krabbameinslyf gegn HER2-jákvæðu brjóstakrabbameini hafa reynst afar vel og þykja vera ein mesta byltingin í meðferð brjóstakrabbameins síðustu ár.

Að sögn Ásgerðar Sverrisdóttur krabbameinslæknis voru horfur kvenna með HER2-jákvætt krabbamein slæmar áður en aðgangur að lyfjunum fékkst.

Nýjustu lyfin eru Trastuzumab emtansín, sem er frumudrepandi, og Pertuzumab. „Á því ári sem við höfum verið að nota þessi lyf samtvinnuð höfum við séð dramatísk áhrif. En það er ekki enn farið að koma í ljós hvernig það mun skila sér til langs tíma, það tekur ár og áratugi að sýna fram á,“ segir Ásgerður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert