Áþreifanlegur formannsslagur Framsóknarflokksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hélt yfirlitsræðu sína á flokksþingi …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hélt yfirlitsræðu sína á flokksþingi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Því harðar sem að okkur er sótt þeim mun meiri tækifæri höfum við til að sanna okkur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í ávarpi sínu á flokksþingi sem nú stendur yfir. Sagði hann stál vera hert í eldi, þannig sé Framsóknarflokkurinn sterkur þrátt fyrir mótbárur, „hann verðu sterkari með aldrinum.“

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra vitnaði í þessi orð Sigmundar í sinni ræðu á þinginu og skaut á Sigmund fyrir að þurfa að sækja sér kraft fyrir að stíga út af sporinu. 

Frétt mbl.is: Sigurður Ingi gagnrýnir Sigmund

„Mér þykir þetta afar leitt“

Þá sagði Sigmundur að legið hafi þungt á honum hve hart hefur verið að sér og fjölskyldu sinni vegið. „Það hefur verið ráðist á ykkur vegna mín og fjölskyldu minnar,“ sagði Sigmundur einnig, „mér þykir þetta afar leitt.“

Segir hann ekki sjálfsagðan hlut að flokksmenn taki slíkt á sig en stuðningur þeirra hafi reynst ómetanlegur. „Ég er ekki óumdeildur stjórnmálamaður og verð líklega aldrei,“ segir Sigmundur sem þó horfir bjartsýnn til kosninga.

Færðu þeir Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð báðir flokksmönnum þakkir fyrir að halda heiðri flokksins og inna af hendi óeigingjarnt starf í þágu flokksins og almennings. 

Frétt mbl.is: „Upphaf nýrrar Framsóknaraldar“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert