Hræinu fargað

Frá aðgerðum björgunarsveitarmanna í Borgarfirði í dag.
Frá aðgerðum björgunarsveitarmanna í Borgarfirði í dag. mbl.is/Theodór

Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi var fengin til þess að fjarlægja hrefnu sem strandaði í Borgarvogi í dag en samkvæmt ákvörðun heilbrigðiseftirlits Vesturlands var hræinu fargað. Það var sveitarstjórinn í Borgarbyggð sem fékk björgunarsveitarmenn til verksins. 

Björgunarsveitarmenn settu flotbelgi við hrefnuna og drógu hana síðan að Borgarneshöfn þar sem hún var hífð á vörubíl með krana. 

Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi fjarlægði hræið.
Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi fjarlægði hræið. mbl.is/Theodór

Theo­dór Kr. Þórðar­son, yf­ir­lög­regluþjónn í Borg­ar­nesi, seg­ir að það hafa verið ákvörðun yf­ir­dýra­lækn­is að af­lífa dýrið. 

Theo­dór seg­ir að um al­genga teg­und af dýri sé að ræða og var dýrið tals­vert sært. „Það er líka þekkt að dýr leiti á grynn­ing­ar til að drep­ast. Við höf­um verið að taka seli en þetta er einnig þekkt með hvali, særð og göm­ul dýr leita upp á land til að drep­ast.“

Frétt mbl.is: Hvalurinn aflífaður í Borgarfirði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert