Hvalur strandaði við Borgarnes

Hrefnan er strönduð í Borgarvogi við Borgarnes.
Hrefnan er strönduð í Borgarvogi við Borgarnes. mynd/Guðrún Vala Elísdóttir

Hrefna strandaði í Borgarvogi við Borgarnes í dag, en líklegast er um sama dýr að ræða og var svamlandi fyrir utan voginn í gær. Dýrið er um 7 metra langt. Samkvæmt lögreglu er dýrið sært og var kallað til yfirdýralæknis sem mun taka ákvörðun um hvort dýrið verður aflífað eða reynt að bjarga því.

Theodór Kr. Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi, segir í samtali við mbl.is að dýrið sé greinilega að kveljast á leirunum, en um þriggja metra munur getur verið á flóði og fjöru á þessum stað og því er talsvert núna í sjóinn, enda háfjara.

Málið hefur verið tilkynnt til viðeigandi stofnana, en þar sem hrefnan er lifandi er það dýralæknir sem tekur ákvörðun í málinu. Segir Theodór að miðað við sárin á dýrinu sé líklegra að það verði aflífað.

Ferðamenn ætluðu að fara út til dýrsins í morgun, en Theodór segir að þeir hafi verið stoppaðir af til að veita dýrinu frið. Ákveðið var að loka svæðinu, þótt Theodór segi að ekki sé mikil hætta þar.

mynd/Theodór Kr. Þórðarson
Mynd/Theodór Kr. Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert