Skoða nýja neyðarbraut

Flugbraut 07/25 í Keflavík. Brautin hefur ekki verið í notkun …
Flugbraut 07/25 í Keflavík. Brautin hefur ekki verið í notkun síðan bandaríska varnarliðið lét loka henni árið 1994 Ljósmynd/Óli Haukur

Það er mat Isavia að kostnaður við að opna flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli sé að lágmarki 280 milljónir króna.

Í kjölfar lokunar neyðarbrautarinnar svokölluðu á Reykjavíkurflugvelli óskaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra eftir því að Isavia tæki saman minnisblað um kostnað við það að opna að nýju umrædda flugbraut en hún er í sömu stefnu og neyðarbrautin í Reykjavík. Braut 07/25 gæti þá nýst fyrir sjúkraflugvélar ef þær geta ekki lent í Reykjavík vegna veðurs. Hún gæti því orðið neyðarbraut í Keflavík.

„Það þarf strax að fara í aðgerðir svo að hægt verði að lenda á þessari braut í neyðartilfellum. Ég hef rætt þetta við forstjóra Isavia,“ segir hún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert