Skúrir eða slydduél í kortunum

Útlit er fyrir rigningu eða slydduél í dag.
Útlit er fyrir rigningu eða slydduél í dag. mbl.is/Rax

Í dag er spáð hæg suðlægri eða breytilegri átt og víða skúrum eða slydduéljum. Suðaustan 8-13 m/s og fer að rigna sunnan- og vestanlands í kvöld, en annars hægara og úrkomulítið. Suðaustan 15-20 og rigning á morgun, en 10-15 og þurrt að kalla norðaustanlands. Spáð er allt að 23 m/s við suðurströndina annað kvöld. Hiti 2 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst. Þetta kemur fram í spá Veðurstofu Íslands.

Í athugasemdum veðurfræðings kemur fram að búast megi við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert