Eldur kviknaði í jeppa

Slökkvilið höfuborgarsvæðisins.
Slökkvilið höfuborgarsvæðisins. mbl.is/Árni Sæberg

Eldur kom upp í mælaborði á gömlum jeppa í Hlíðagerði í Reykjavík um hálfellefuleytið í morgun. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var töluverður reykur í bílnum þegar að var komið.

Klippt var á strauminn og kíkt undir mælaborðið og samkvæmt slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn.

Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Jeppinn er ekki talinn ónýtur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert