Lætur lögfræðing skoða vændisásakanir

Gústaf Níelsson, fyrrverandi oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, ætlar …
Gústaf Níelsson, fyrrverandi oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, ætlar að fela lögfræðingi að bregðast við vændisásökunum.

Gústaf Níelsson, fyrrverandi oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík norður ætlar að fela lögmanni að bregðast við ásökunum um vændi og mansal sem bornar voru á hann í þættinum Forystusætið sem var á dagskrá RÚV í gær.

Í þættinum sakaði Jens G. Jensson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, Gústaf um að vera tengdan vændi og mansali. Í frétt á vef RÚV segir að Gústaf hafi ekki viljað tjá sig um ummælin utan þess að lögmaður myndi bregðast við ásökunum og meta þyrfti hvort Jens yrði stefnt fyrir dómi.

Jens var í þættinum spurður um ástæður þess þeir Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf, sem voru oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður drógu, framboð sitt til baka. Sagði hann forsvarsmenn flokksins hafa verið varaða við Gústaf sem ætti vafasama fortíð sem tengdist súlustöðum og vændi. „Það voru þarna dregin upp gömul mál í sambandi við nektarstaði og súlustaði og annað slíkt, og jafnvel tengingar við vændi og hugsanlega mansal og þetta eru hlutir sem að gerðust hérna fyrir kannski 12 til 15 árum síðan,“ sagði Jens í þættinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert