Rigning sunnan- og vestanlands

Spáð er rigningu sunnan- og vestanlands í dag.
Spáð er rigningu sunnan- og vestanlands í dag. Ómar Óskarsson

Spáð er suðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu en 13 til 18 um tíma suðvestan til með morgninum. Rigning verður sunnan- og vestanlands en skýjað með köflum og yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert.

Það dregur úr vindi í kvöld en hvessir aftur um tíma suðvestanlands í fyrramálið.

Hiti verður á bilinu 6 til 14 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert