Hvessir og kólnar þegar líður á vikuna

Hitaspá kl. 9 á fimmtudag.
Hitaspá kl. 9 á fimmtudag. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands spáir suðaustan 5-13 m/s en suðlægri átt 5-10 m/s í nótt og á morgun. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Annars víða rigning en úrkomuminna vestantil í nótt og á morgun. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á norðausturlandi.

Veðurvefur mbl.is

Hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofu:

Áframhaldandi mildar sunnanáttir með vætu sunnan- og vestanlands um helgina, en lengst af þurrviðri og hlýtt á Norður- og Austurlandi. Veðrið var mun verra árið 1998 þegar snjóþyngsli og veðurhæð ollu tjóni á norðanverðu landinu, en skemmdir urðu m.a. á hafnargörðum og bátum á Húsavík og nokkrir bílar fuku út af.

Spáð er að hvessi talsvert og kólni þegar líður á næstu viku, en ekki er þó von á neinum aftökum í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert