Mikil sóknarfæri í að vekja meiri athygli á matnum

Íslenskir framleiðendur þurfa að standa sig betur í að merkja …
Íslenskir framleiðendur þurfa að standa sig betur í að merkja matvælin. mbl.is/Árni Sæberg

Hægt væri að hampa uppruna íslenskra matvæla meira en gert er, að mati Guðnýjar Káradóttur hjá Íslandsstofu.

En til þess þurfa framleiðendur að standa sig betur í að merkja matvælin þannig að ferðamenn geti fundið íslenskar vörur í verslunum. „Það er fullt af nýjum viðskiptatækifærum í kringum matinn,“ segir Guðný í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Mikil sóknarfæri eru í því að vekja athygli ferðamanna á því að hér á landi séu úrvalsmatvæli á boðstólum, segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Liður í því er að útbúa handbók fyrir leiðsögumenn svo þeir geti kynnt ferðamönnum sveitirnar á ferðalaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert