Skuldurum fer fækkandi

Skuldir heimilanna hafa lækkað.
Skuldir heimilanna hafa lækkað. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Fólk virðist bregðast fyrr við ef krafa lendir á vanskilaskrá. Fleiri kröfur eru nú að greiðast á fyrstu 90 dögum eftir gjalddaga en áður.“

Þetta segir Sigríður Laufey Jónsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og lögfræðisviðs Creditinfo, en fyrirtækið heldur utan um skrá yfir þá einstaklinga og fyrirtækja sem standa í vanskilum með útistandandi reikninga.

Einstaklingum á þeirri skrá hefur fækkað um tæp 12% á þremur árum, voru ríflega 24 þúsund talsins 1. október sl. en í lok október 2013 voru tæplega 28 þúsund manns á vanskilaskrá. Á sama tíma hefur fyrirtækjum fjölgað á vanskilaskrá, voru um 6.200 talsins 1. október sl.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigríður Laufey breytt lög um neytendalán, sem tóku gildi í árslok 2013, hafa haft mikil áhrif á þróunina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert