Myndband VG fjarlægt vegna nektar

Ragnar Kjartansson í myndbandinu sem um ræðir.
Ragnar Kjartansson í myndbandinu sem um ræðir. Ljósmynd/Skjáskot úr myndbandinu

Facebook hefur fjarlægt kosningamyndband listamannsins Ragnars Kjartanssonar fyrir Vinstri græna á þeim forsendum að í því sé nekt.

Á Facebook-síðu Vinstri grænna kemur fram að verið sé að vinna aðra útgáfu af myndbandinu.

Í millitíðinni er hægt að sjá upphaflega myndbandið á YouTube.

Ragnar er í 9. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í myndbandinu makar nakin kona rauðum lit á vegg áður en Ragnar birtist og tjáir sig um stefnu Vinstri grænna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert