Máli Örnu Ýrar líkt við mál Torrente og Machado

Arna Ýr fékk þau skilaboð frá eiganda keppninnar að hún …
Arna Ýr fékk þau skilaboð frá eiganda keppninnar að hún væri of feit. Hún ákvað í kjölfarið að draga sig út úr keppninni. Ljósmynd/Af Facebook síðu Örnu Ýrar

Fréttin af þeirri ákvörðun Örnu Ýrar Jónsdóttur, ungfrú Ísland 2015, að hætta við þátttöku í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar sagði hana of feita hefur vakið athygli víða.

Bresku blöðin Daily Star og Metro eru meðal þeirra fjölmiðla hafa sagt sögu Örnu Ýrar, en áður hafði vefsíða tískutímaritsins Cosmopolitan fagnað þessari ákvörðun Örnu Ýrar og sagðist blaðamaður hreinlega „elska hana“ fyrir vikið.

Frétt mbl.is: Halda að þeir geti mútað mér

Metro sagði Örnu Ýri hafa komið með hið fullkomna svar þegar hún var beðin um að grenna sig með því að hvorki blóta eigandanum né verða við bón hans, heldur einfaldlega segja honum sannleikann, „að hún hefði verið í íslenska frjálsíþróttalandsliðinu og elskaði breiðu herðarnar sínar“.

Daily Star segir í fyrirsögn sinni Örnu Ýri hafa átt besta svarið við því að vera kölluð feit. Mál Örnu Ýrar kveður blaðið þá eiga vissa samlíkingu með máli Paolu Torrente, fyrirsætu í yfirstærð, sem var spottuð á samfélagsmiðlum eftir að hafa lent í öðru sæti í keppninni um titilinn ungfrú Ítalía. „Ungfrú Ísland er ekki eina flotta fyrirsætan sem hefur staðið fast á sínu gegn hatursmönnum sínum,“ sagði í grein Daily Star.

Þá minnti vefsíðan Yahoo Style á viðhorf forsetaframbjóðandans Donalds Trumps til keppenda í Miss Universe, en sem frægt er orðið sagði Trump við Aliciu Machado, sem vann keppnina á tíunda áratugnum, að hún yrði að léttast. „Svo virðist sem eigendur margra fegurðarsamkeppna og áhorfendur líti svo á að þegar konur fari upp á sviðið til að keppa megi dæma þær eftir stöðlum sem ná út fyrir reglur keppninnar. Maður veltir fyrir sér hvort þessu muni einhvern tímann ljúka,“ sagði í grein Yahoo Style.

Hvað [Örnu Ýri] Jónsdóttur varðar brást hún við hinum svo kölluðu fegurðarkeppnisráðleggingum með því að tilkynna að hún hefði hætt við þátttöku. „Ég hef ekki lengur áhuga á að gera mitt besta í þessari keppni, sagði hún. Þetta verður örugglega síðasta keppnin sem ég tek þátt í,“ hefur Yahoo Style eftir Iceland Monitor.

Fyrri fréttir mbl.is

Cosmopolitan hrósar Örnu

„Það eru allir stoltir af þér“

Arna Ýr: Ég er hætt

Fituummælin byggð á misskilningi

Segir ungfrú Ísland of feita 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert