Skorinn í höfuðið

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Aðfaranótt sunnudags var ráðist á mann fyrir utan íbúðarhús á Selfossi og hann skorinn með eggvopni þremur skurðum í höfuðið. Gert var að sárum mannsins á heilsugæslustöðinni á Selfossi. Árásarmaðurinn var handtekinn á heimili sínu skömmu eftir að tilkynnt var um atvikið. Hann viðurkenndi að hafa slegið manninn í höfuðið, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi.

Um helgina var karlmaður í umdæmi lögreglunnar á Selfossi kærður fyrir brot gegn nálgunarbanni. Brotið fólst í því að hann er sagður hafa sent fyrrverandi sambýliskonu sinni SMS-skilaboð. Málið er í rannsókn.

Ungur karlmaður á Selfossi var staðinn að því að hafa í vörslu sinni kannabisefni. Lögreglumenn höfðu tekið hann upp í lögreglubifreiðina til að flytja hann á milli húsa en fundu þá mikinn kannabisþef leggja frá unga manninum. Hann framvísaði um 2 grömmum af kannabis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert