Hvöss austanátt og rigning

Það er spáð roki og rigningu í dag.
Það er spáð roki og rigningu í dag. mbl.is/Golli

Búast má við hvassri austanátt og rigningu um sunnanvert landið með morginum en norðvestan til síðdegis, segir í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Í nótt frysti mjög víða á landinu, en hitinn hækkar þegar líður á daginn þegar hitaskil ganga yfir landið með hvassri austanátt og rigningu, fyrst á Suður- og Vesturlandi en norðan heiða síðdegis í dag.

Í kvöld og nótt fylgir strekkings sunnanátt með skúrum, en á morgun tekur við vestanátt og kólnandi veður, og skúrirnar gætu orðið að slydduéljum þegar líður á daginn.
Það er útlit fyrir nokkuð hvassa vestlæga átt og einhverja úrkomu í flestum landshlutum fram að helgi, en þá er útlitið heldur óræðara, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veður á mbl.is

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Gengur í austan 13-20 m/s með rigningu sunnan til með morgninum, en mun hægari og bjartviðri norðaustan- og austanlands fram eftir degi. Snýst í sunnan 8-13 með skúrum fyrst sunnan til síðdegis, en lægir og rofar til norðaustanlands í kvöld. Hiti yfirleitt 4 til 9 stig að deginum. Snýst í vestanátt á morgun, 5-13 m/s með skúrum eða slydduéljum en lengst af þurrt um landið austanvert. Kólnar í veðri.

Á miðvikudag:

Vestan- og suðvestan 8-15 m/s með skúrum sunnan- og vestan til en bjartviðri austanlands en norðaustan 8-13 og rigning á Norðvesturlandi. Hiti 4 til 9 stig.

Á fimmtudag:

Allhvöss vestlæg átt með slydduéljum eða éljum í flestum landshlutum, en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig, mildast um landið sunnanvert.

Á föstudag:
Suðvestlæg átt og víða léttskýjað en stöku él með norðurströndinni. Hiti um og yfir frostmarki. Vaxandi suðaustanátt með rigningu um landið sunnanvert um kvöldið.

Á laugardag:
Hvöss sunnanátt og rigning, en austlægari norðantil fram eftir degi.

Á sunnudag:
Útlit fyrir vestanátt og snjókomu eða slyddu en hægari og úrkomulítið austantil fram á kvöld og kólnar aftur.

Á mánudag:
Lítur út fyrir vestlæga átt og þurrviðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert