Kynna nýtt skipulag á flugvellinum

Keflavíkurflugvöllur. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á næstu árum.
Keflavíkurflugvöllur. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á næstu árum. Tölvuteikning/Nordic-Office of

Isavia ohf. vinnur nú að gerð deiliskipulags fyrir vestur- og austursvæði Keflavíkurflugvallar. Af því tilefni hefur fyrirtækið boðað til samráðsfundar sem fram fer í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag kl. 13-16.

Á fundinum verða drög að deiliskipulagstillögu kynnt og tillögum að efnislegum breytingum safnað saman í vinnuhópum.

Forkynning stendur yfir til 15. nóvember 2016 og getur almenningur komið með tillögur á þeim tíma. Að lokinni forkynningu verður tillagan lögð fram í skipulagsnefnd til afgreiðslu. Þegar skipulagsnefnd hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi gefst tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna innan athugasemdafrests.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert