Ný framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4

Landsneti hf. hefur verið veitt nýtt framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4, …
Landsneti hf. hefur verið veitt nýtt framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4, 220 kV háspennulínu. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Meirihluti sveitarstjórnar Skútustaðahrepps samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Landsneti hf. nýtt framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4, 220 kV háspennulínu.

Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 10. október felldi úr gildi fyrra framkvæmdaleyfi.

Sjá frétt mbl.is: Undirbúa ný framkvæmdaleyfi

Fram kemur í fréttatilkyningu frá Skútustaðarhreppi að hreppurinn hafi farið vandlega yfir málið síðan þá og lagfært þá ágalla sem nefndin taldi vera á fyrri ákvörðun sveitarstjórnar.

Skipulagsnefnd Skútustaðahrepps telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023, sem og svæðisskipulag fyrir háhitasvæði í Þingeyjarsýslu 2007-2025. Þá er framkvæmdin í samræmi við deiliskipulagið „Stækkun Kröfluvirkjunar“, en hluti framkvæmdar er innan þess svæðis.

Fyrir liggur samningur Landsnets og Umhverfisstofnunar um sérstakt eftirlit Umhverfisstofnunar vegna framkvæmda við Kröflulínu 4, sem hefur það markmið að tryggja frágang einstakra verka og verkþátta m.t.t. náttúruverndarlaga.

Næstu skref verða þau að sveitarstjórn hefur falið skipulags- og byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps að gefa út og auglýsa framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert