Ekki allir með skýra útfærslu á loforðum

Umfang skattheimtu og skýrleiki stefnu stjórnmálaflokkanna sett á tvo ása.
Umfang skattheimtu og skýrleiki stefnu stjórnmálaflokkanna sett á tvo ása. Viðskiptaráð Íslands

Kostnaður við kosningaloforð stjórnmálaflokka fyrir komandi Alþingiskosningar nemur 190 milljörðum króna en tekjuhliðin er öllu óljósari samkvæmt samantekt Viðskiptaráðs Íslands

Viðskiptaráð aflaði upplýsinga af vefsíðum þeirra stjórnmálaflokka sem mælast með yfir fimm prósenta fylgi og bjó til samantekt þar sem skýrleiki fjármögnunar og kosningaloforð eru sett í samhengi. 

Tilefnið eru tvær kannanir sem framkvæmdar voru af Maskínu, annars vegar fyrir RÚV og hinsvegar fyrir Viðskiptáð. Niðurstaðan var sú að þrír af hverjum fjórum kjósendum á Íslandi telja skattamál mikilvægt kosningamál og tveir af hverjum þremur kjósendum telja skattbyrði sína of háa.

Skýrleiki í skattamálum samkvæmt mati VIðskiptaráðs.
Skýrleiki í skattamálum samkvæmt mati VIðskiptaráðs. VIðskiptaráð Íslands

Til að kortleggja stefnu stjórnmálaflokkanna var horft til þess hvort kosningaloforð væru fjármögnuð með skattatillögum. Ef svo var ekki, var gert ráð fyrir að skattahækkanir þyrfti til. Metið var vænt umfang skattheimtu og skýrleiki í skattamálum. 

Af sjö flokkum þóttu tveir flokkar ekki hafa nógu skýra stefnu um fjármögnun kosningaloforða, það voru Björt framtíð og Píratar, en Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn skoruðu hæst.

Vænt umfang skattheimtu samkvæmt mati VIðskiptaráðs.
Vænt umfang skattheimtu samkvæmt mati VIðskiptaráðs. Viðskiptaráð Íslands

Varðandi umfang skattheimtu þá var það metið sem svo að Sjálfstæðisflokkurinn myndi líklega lækka skatta mest, síðan Framsókn. Píratar, Samfylkingin og Vinstri-græn myndu hins vegar líklega hækka skatta. Ekki var unnt að greina hvernig breyting á skattheimtu yrði hjá Viðreisn og Bjartri framtíð.

Nánar um samantekt Viðskiptaráðs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert