Undirrituðu samkomulag um að efla kvikmyndagerð

Samkomulagið var undirritað af þeim Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, …
Samkomulagið var undirritað af þeim Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, Önnu Maríu Karlsdóttur, fyrir hönd Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), Hrafnhildi Gunnarsdóttur, formanni Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) og Óskari Jónassyni, fyrir hönd Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL). Ljósmynd/Mennta- og menningaráðuneytið

Auka á fjármagn í Kvikmyndasjóð og auka hlutfall framleiðslustyrks úr Kvikmyndasjóði af heildarframleiðslukostnaði einstakra verkefna og efla aðrar greinar kvikmyndagerðar s.s. gerð heimildamynda, stuttmynda og leikinna sjónvarpsmynda. Þetta er meðal áhersluþátta í samkomulagi um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð árin 2016– 2019, sem stjórnvöld og kvikmyndagerðafólk undirrituðu í mennta- og menningamálaráðuneytinu í dag.

Samkomulagið er byggt á skýrslu Kvikmyndaráðs og koma þar fram áherslur á sviði kvikmyndagerðar og kvikmyndamenningar á Íslandi, sem varða þróun styrkjakerfis á sviði kvikmyndamála, að því er segir í fréttatilkynningu . „Auka á fjármagn í Kvikmyndasjóð og auka hlutfall framleiðslustyrks úr Kvikmyndasjóði af heildarframleiðslukostnaði einstakra verkefna og efla aðrar greinar kvikmyndagerðar s.s. gerð heimildamynda, stuttmynda og leikinna sjónvarpsmynda,“ að því er segir í tilkynningunni.

Það voru þeir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og  efnahagsráðherra, sem undirrituðu samkomulagið fyrir hönd stjórnvalda, en þau kvikmyndagerðarfólks undirrituðu samkomulagið þau Anna María Karlsdóttir, fyrir hönd Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) og Óskar Jónasson, fyrir hönd Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL).

Þá á með samkomulaginu að tryggja jafnan hlut karla og kvenna í styrkveitingum Kvikmyndasjóðs m.a. með því að veita tímabundið sérstaka handrita-, þróunar-  og framleiðslustyrki til kvenna jafnframt því að jafna hlut kynjanna í öðrum listrænum stöðum í kvikmyndagerð. Einnig er sett það markmið að styðja sérstaklega við konur og karla sem eru að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð.

Í samkomulaginu er einnig lögð áhersla á barnaefni og það verði kappkostað að a.m.k. eitt slíkt verkefni verði framleitt árlega. Samkomulagið felur í sér að stuðningur við kvikmyndagerð á Íslandi í gegnum Kvikmyndasjóð eykst úr 844,7 millj. kr. á yfirstandandi ári í 1.084,7 millj. kr. árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert