Mætti í partý og stal síma

Það er ekki gaman að fá fólk í partý sem …
Það er ekki gaman að fá fólk í partý sem stelur frá manni. AFP

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á fjórða tímanum í nótt um stuld á farsíma. Í ljós kom að maður sem hafði mætt í eftirpartý í íbúð við Laugaveg hafði þakkað fyrir boðið með því að stela síma húsráðanda.

Um átta í gærkvöldi var tilkynnt til lögreglunnar um umferðaróhapp við Skeljung á Bústaðavegi en ekið hafði verið á bifreið og tjónvaldur stakk af. Sá var stöðvaður af lögreglu skömmu síðar og reyndist hann ölvaður undir stýri. 

Um eitt í nótt var síðan ferð ölvaðs ökumanns stöðvuð á Sæbraut.

Lögreglan hafði afskipti af tveimur ungum mönnum á heimili við Laugarnesveg vegna vörslu fíkniefna um hálf eitt í nótt. Um klukkan 19 voru einnig höfð afskipti af manni á heimili í Kópavogi vegna vörslu fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert