Óþarflega mikið framleitt af mjólk

Of mikið er framleitt af mjólk.
Of mikið er framleitt af mjólk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fyrir greinina sem slíka er best að þetta sé keyrt eftir einu kerfi. Við erum að framleiða mjólk sem markaðurinn vill fá,“ segir Arnar Árnason, formaður landssambands kúabænda, í samtali við mbl.is.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í dag fá bændur 51 krónu fyrir hvern lítra sem framleiddur er utan greiðslumarks. 86 krónur eru greiddar fyrir mjólk innan kvóta. Tilgangurinn er að slá á mjólkurframleiðslu en óþarflega mikið er framleitt af mjólk.

Bændur höfðu fengið greitt fullt verð hvort sem hún var inn­an eða utan kvóta. Til­gang­ur­inn var að bregðast við hrá­efn­is­skorti sem gerði vart við sig á ár­un­um 2013 og 2014. 

Greiðslumarkskerfið var eiginlega tekið úr sambandi að því leyti að það var greitt fullt verð fyrir alla mjólk, sama hvort fólk átti greiðslumark fyrir því eða ekki. Það er að breytast núna í nýja búvörusamningnum, þetta tekur gildi aftur,“ segir Arnar og bætir við að meðaltals kostnaður við mjólkurframleiðslu á Íslandi er 60 krónur á lítra.

Arnar segir að það sé skiljanlegt að Auðhumla vilji ekki kaupa mjólk sem ekki náist að afsetja á neinn markað. „Þetta er ekki vont fyrir greinina sem slíka. Það er verið að undirstrika að það er óþarflega mikil framleiðsla á mjólk.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert