Tapaði máli og þarf áfram að flytja 52 á ári

Salbjörg Ósk Atladóttir hefur þurft að flytja milli húsnæðis 52 …
Salbjörg Ósk Atladóttir hefur þurft að flytja milli húsnæðis 52 sinnum á ári.

Tvítug fötluð stúlka sem stefndi Reykjavíkurborg eftir að hafa verið synjað um fulla þjónustu á eigin heimili í stað þess að koma aðra hverja viku í skammtímavistun tapaði málinu í Hæstarétti í gær. Taldi hún að kostnaður borgarinnar við að veita þjónustuna á heimili sínu svipaðan og í skammtímavistuninni.

Frétt mbl.is: Harmar niðurstöðu í máli Salbjargar

Hæstiréttur tekur undir með héraðsdómi  sem sagði það ekki í verkahring dómstóla að velja þá þjónustu sem veitt væri ef hún bryti ekki á rétti fólks. Þá væri ekki séð að kostnaðurinn við þjónustu á heimili stúlkunnar væri lægri en í skammtímavistun.

Frétt mbl.is: Berst fyrir mannlegri reisn dóttur

Rætt var við föður stúlkunnar á mbl.is fyrir mánuði síðan þar sem hann sagði tregðu kerfisins koma í veg fyrir nauðsynlegar breytingar sem gerði Salbjörgu Ósk Atladóttur dóttur sinni kleift að halda mannlegri reisn.

Fyr­ir­komu­lagið er þannig að Sal­björg býr aðra hverja viku á skamm­tíma­vist­un fyr­ir fötluð börn en hina vik­una býr hún í sinni eig­in íbúð og fær þangað þá þjón­ustu sem hún þarf með bein­greiðslu­samn­ingi við Reykja­vík­ur­borg. Hún hef­ur því þurft að flytja milli hús­næða 52 sinn­um á hverju ári. Sagði Atli að þau hafi reynt að fá fjármagnið sem skammtímavistunin kosti inn í beingreiðslusamninginn sem fjármagni þjónustuna á eigin heimili.

Segir Hæstiréttur að ákvörðun Reykjavíkur að hafa beiðni Salbjargar um að setja fjármuni frá skammtímavistuninni í beingreiðslusamninginn feli í sér synjun að veita Salbjörgu þjónustu umfram það sem reglur Reykjavíkur um beingreiðslusamninga mæli fyrir um.

Þá geti samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ekki átt við þar sem hann hafi ekki verið lögfestur hér á landi, en í kæru sinni vísaði Salbjörg meðal annars til hans. Segir Hæstiréttur að skipan húsnæðismála hjá Salbjörgu fari ekki í bága við réttindi hennar samanber ákvæði stjórnarskrárinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert