Blöðruskjóti skýst um náttúruna

Á fleygiferði í íslenskri náttúru.
Á fleygiferði í íslenskri náttúru. Ljósmynd/skjáskot

Alþjóðlegi dagur blöðruskjóta eða Fat bike er í dag. Það skemmtilega vill til að íslenskt myndband sem sýnir hjólreiðamenn á þessari tegund hjóla í íslenskri náttúru fer nú eins og eldur í sinu um allar helstu hjólasíður heims, meðal annars bikerumor og imbikemag.

„Við fögnum öllum dögum sem tengjast hjólreiðum á einn eða annan hátt. Þetta er frábær leið til að ferðast um landið og kynnast náttúrunni,“ segir Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssambands hjólreiðamanna. Hann segir enn sem komið er séu hjól af þessari gerð ekki mjög algeng hér á landi og þau séu frekar notuð í náttúrunni eða ójöfnu undirlagi frekar en á götum borgarinnar.

Facebook-síða viðburðarins á Íslandi. 

Hér má sjá myndbandið. Íslensk náttúra nýtur sín vel og hjólreiðamaðurinn Bergur sýnir listir sínar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert