Fimm sviptir tímabundið löggiltu fasteignaleyfi

Mikill uppgangur hefur verið á fasteignamarkaðnum.
Mikill uppgangur hefur verið á fasteignamarkaðnum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fimm löggiltir fasteignasalar hafa verið sviptir tímabundið löggildingu til þess að vera fasteigna- og skipasalar á grundvelli 2. mgr. 21. gr. laga um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015.

Þar segir m.a. að fasteignasali þurfi að skila til eftirlitsnefndar fasteignasala fyrir 15. október ár hvert yfirlýsingu löggilts endurskoðanda um að meðferð hans á fjármunum viðskiptamanna hans undangengið reikningsár sé í samræmi við lög og reglur um vörslufjárreikninga.

Sé yfirlýsingu af þessu tagi ekki skilað á réttum tíma eða ekki gert með fullnægjandi hætti getur það leitt til þess að fasteignasali verði sviptur löggildingu tímabundið. Í Morgunblaðinu í dag segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, langflesta fasteignasala uppfylla skilyrði laganna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert