Fleiri smitast af sárasótt hér á landi

Lekandasýking.
Lekandasýking.

Á þessu ári hefur einstaklingum fjölgað sem greinst hafa með HIV, lekanda og sárasótt. Karlar eru í áberandi meirihluta, en mest fjölgar þeim einstaklingum sem greinst hafa með lekanda.

Í frétt um þetta efni í Morgunblaðinu í dag segir, að á síðastliðnum áratugum hafi tilfellum sárasóttar fjölgað hér á landi. Sama þróun hafi einnig átt sér stað erlendis, sem hafi að miklu leyti verið rakin til karla sem stunda kynlíf með körlum. Tekið er fram að sýkingin geti líka borist á milli gagnkynhneigðra.

Kemur fram að fjölgun HIV-sýkinga á þessu ári sé af ýmsum toga. Smit eigi sér stað bæði meðal sprautufíkla og við kynmök. Hugsanlega skýringin á þessari fjölgun kynsjúkdómatilfella sé minni hræðsla fólks við að fá HIV-smit vegna betri lyfja á markaðnum og það noti því síður smokka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert