Framkvæmdaleyfi verður gefið út að nýju

Þörf er orðin á nýrri brú og vegi yfir Hornafjarðarfljót.
Þörf er orðin á nýrri brú og vegi yfir Hornafjarðarfljót. mbl.is/RAX

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur samþykkt að gefa að nýju út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegar yfir Hornafjarðarfljót.

Eldra leyfi var afturkallað í kjölfar úrskurða um háspennulínur út frá Þeistareykjavirkjun og gagnrýni á rökstuðning fyrir framkvæmdaleyfum sem þar kom fram. Bæjarstjórnin í Hornafirði samþykkti að veita Vegagerðinni leyfi til að leggja hringveginn á sama stað og gert var ráð fyrir í fyrra framkvæmdaleyfi.

Ítarlegur rökstuðningur fylgir ákvörðun bæjarstjórnar og nýtur stuðnings í umfjöllun nefnda bæjarins. Útgáfa leyfisins var samþykkt samhljóða af öllum bæjarfulltrúum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert