Horfa á stöðuna með opnum huga

Katrín Jakobsdóttir, fomaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, fomaður Vinstri grænna. mbl.is/Ófeigur

„Ef við förum af stað í viðræður þá meta allir það mögulegt. Við höfum í sjálfu sér ekki fengið formlegt boð um það,” segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurður hvort meiri líkur séu á að mynda fimm flokka stjórn núna undir forystu Pírata en áður.  

Hann segir sinn „litla þingflokk“ vera að fara yfir stöðuna. Á morgun mun flokkurinn hittast formlega og halda því áfram. 

Það sama er upp á teningnum hjá Vinstri grænum. Þingflokkurinn kemur saman á mánudagsmorgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir tímabært að taka sér hlé yfir helgina frá öllum viðræðum og fá andrými. Hún vísar til þess að undanfarið hafi allir stjórnmálaflokkar verið að tala saman. 

„Við horfum á þetta með opnum huga. Það er of snemmt að segja til um hvort forsendur hafi breyst,“ segir Katrín spurð hvort meiri líkur séu á að mynda fimm flokka stjórn undir forystu Pírata en þegar hennar flokkur fékk umboð til stjórnarmyndunar.  

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert