Lengsta uppsveifla í lýðveldissögunni blasir við

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta er nær einstakt og við erum líklega að fara að sjá lengstu uppsveiflu í lýðveldissögunni,“ segir Ásgeir Jónsson hagfræðingur við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til þess að Seðlabanki Íslands birti í gær bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2016 og stöðu þjóðarbúsins í loks sama ársfjórðungs.

Þar kemur meðal annars fram að erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.040 milljörðum kr. í lok áðurnefnds tímabils, en skuldir 3.980 milljörðum. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 60 milljarða kr. eða því sem nam 2,6% af vergri landsframleiðslu.

„Erlend staða þjóðarbúsins er jákvæð í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust,“ segir í tilkynningu Seðlabanka Íslands. „Við erum enn að sjá fram á gríðarlegan stíganda í ferðaþjónustunni, sem keyrir kerfið áfram, svo það gæti verið töluvert eftir,“ segir Ásgeir enn fremur.

„Nettóskuldir lækkuðu um 30 ma.kr. eða sem nam 1,3% af VLF á milli ársfjórðunga. Hrein fjármagnsviðskipti leiddu til um 129 ma.kr. bættrar erlendrar stöðu þjóðarbúsins,“ segir í tilkynningu bankans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert