Vætusamt og hlýtt í veðri

Það er blautt í borginni.
Það er blautt í borginni. mbl.is/Eggert

Sunnanáttir verða áfram ríkjandi og það verður enn fremur vætusamt og hlýtt í veðri fram á morgundaginn, en lengst af þurrviðri norðaustan til, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Líklega skammvinn norðanátt með lítils háttar rigningu eða slyddu nyrst á landinu á morgun og kólnar heldur á þeim slóðum.

Þennan sama dag árið 1933 voru óvenjuleg hlýindi á norðanverðu landinu, en hiti náði þá 16,6 stigum á Hrauni í Fljótum, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu eru annars eftirfarandi:

Suðlæg átt, 8-13 metrar á sekúndu, en 13-18 á annesjum norðvestan til. Rigning eða súld með köflum, víða talsverð úrkoma vestanlands fram eftir degi, en þurrt að kalla fyrir austan. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á annesjum norðaustan til. Suðlæg átt, víða 8-13 og væta á morgun, en norðaustlægari og sums staðar slydda allra nyrst. Kólnar talsvert fyrir norðan á morgun.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert