Brotist inn í bar í miðbænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum málum í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum málum í nótt. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað á bar í miðbæ Reykjavíkur um sexleytið í gær. Hurð var spennt upp og farið inn. Ekki er ljóst hvað var tekið og ekki er vitað hverjir voru að verki.

Laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðtöku. Um hálftíuleytið í gærkvöldi var annar ökumaður stöðvaður grunaður um ölvun við akstur.

Tveir ökumenn í umdæmi lögreglunnar í Mosfellsbæ, Grafarvogi og í Árbæ voru einnig teknir, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Tilkynnt var um heimilisofbeldi og líkamsárás í Breiðholti um fimmleytið í gær. Litlir áverkar voru á þolanda en gerandi var farinn af vettvangi þegar lögreglan mætti á staðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert