Styrkir upp á 65 milljónir á árinu

Miklar kræsingar voru í boði og voru þær allar heimabakaðar …
Miklar kræsingar voru í boði og voru þær allar heimabakaðar af Hringskonum. mbl.is/Ófeigur

Vel tókst til með Jólakaffi Hringsins sem haldið var í Hörpu í dag en yfir 900 manns mættu til að skemmta sér og styrkja málefnið. „Það var alveg frábært. Yfirfullt alveg hreint og setið og tvísetið í hverju sæti,“ sagði Sonja Egilsdóttir, formaður Hringsins.

Frétt mbl.is: Kaffihlaðborð fyrir 900 manns

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var hlaðborðið sneisafullt af kræsingum og mikil stemmning meðal gesta. „Það var mikil stemmning og skemmtileg atriði,“ sagði Sonja.

Sonja segir vel hafa tekist til við söfnunina. „Á þessu ári erum við búin að styrkja fyrir 65 milljónir og nú getum við gert enn þá betur.“

Yfir 900 manns komu í Jólakaffi Hringsins.
Yfir 900 manns komu í Jólakaffi Hringsins. mbl.is/Ófeigur
Hringskonur sjá um undirbúning á öllum verkefnum Hringsins.
Hringskonur sjá um undirbúning á öllum verkefnum Hringsins. mbl.is/Ófeigur
Orðtakið þröngt mega sáttir sitja átti vel við í jólakaffinu …
Orðtakið þröngt mega sáttir sitja átti vel við í jólakaffinu í Hörpu í dag. mbl.is/Ófeigur
Boðið var upp á skemmtiatriði auk kaffihlaðborðs.
Boðið var upp á skemmtiatriði auk kaffihlaðborðs. mbl.is/Ófeigur
Allt á hlaðborðinu var bakað af Hringskonum.
Allt á hlaðborðinu var bakað af Hringskonum. mbl.is/Ófeigur
Gestir gæða sér á kræsingunum.
Gestir gæða sér á kræsingunum. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert