Bolir til styrktar sýrlenskum börnum

Bolurinn kostar 2.800 krónur.
Bolurinn kostar 2.800 krónur. Ljósmynd/Aðsend

Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir verkefninu #30sek til að vekja athygli á því að á hálfrar mínútu fresti neyðist barn til að leggja á flótta sökum stríðs, fátæktar eða umhverfisáhrifa.

Ungmennaráðið hefur látið gera stuttermaboli sem kosta 2.800 krónur. Hver einasta króna rennur í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn frá Sýrlandi, samkvæmt tilkynningu.

Ungmennaráðið segir að í meðferð barna á flótta skorti mannúð og ábyrgð. Þessu vill það breyta og biðlar til samfélagsins að standa saman í því að opna hjörtu okkar og landamæri fyrir flóttafólki.

Ljósmynd/Aðsend

„Ungmennaráðið bendir á að á síðustu misserum hafi íslenska þjóðin orðið vitni að átakanlegum réttindabrotum af hálfu yfirvalda gegn börnum á flótta. Hingað leiti fórnarlömb stríðs í von um öryggi, sanngirni og mannúð. Þeim hafi hins vegar verið mætt með óvissu, tortryggni og andúð. Þessu villja þau breyta,“ segir í tilkynningunni.

„Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð á stríðsbrölti Vesturlandanna og sinni skyldum sínum á alþjóðlegum vettvangi. Börn eiga aldrei sök í stríði og réttur þeirra sem koma til landsins er hinn sami og ef þau hefðu fæðst hér. Ekki fleiri brottvísanir. Björgum mannslífum. Breytum sögunni.“

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert