Ekki enn farið fram á að fá drenginn sendan

Norsk barnaverndaryfirvöld hafa enn ekki farið fram á að íslenski …
Norsk barnaverndaryfirvöld hafa enn ekki farið fram á að íslenski drengurinn, sem þau hafa forræði yfir og vilja fá út, verði sendur til Noregs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norsk barnaverndaryfirvöld hafa enn ekki farið fram á að íslenski drengurinn, sem þau hafa forræði yfir og vilja fá út, verði sendur til Noregs. Í dómi Hæstaréttar í máli drengsins var úrskurðað að hann yrði sendur út 4. desember.

„Norsk barnaverndaryfirvöld geta knúið á um að hann verði sendur út,“ segir Odd­geir Ein­ars­son, lögmaður móður drengs­ins. Þau hafa heimildir til þess að fara fram á að dóminum sé framfylgt og þurfa þá að hafa samband við sýslumann til þess.“ Hann segir sér þó ekki kunnugt um að slíkt hafi verið gert. „Og ég er búinn að óska eftir að fá að vita ef eitthvað slíkt er í gangi.“

Frétt mbl.is: Á Íslandi meðan á samræðum stendur

Oddgeir segir mál drengsins enn í vinnslu, en líkt og fram kom í samtali mbl.is við Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, nú um helgina er verið að bíða eft­ir svari frá barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um í Nor­egi. 

„Boltinn er hjá norskum yfirvöldum núna,“ segir Oddgeir og kveðst ekki vita hvenær svara sé að vænta að utan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert