Enginn handtekinn en nokkrir yfirheyrðir

Frá aðgerðum lögreglu við Fellsmúla í síðustu viku.
Frá aðgerðum lögreglu við Fellsmúla í síðustu viku. mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn á meintri frelsissviptingu í Fellsmúla. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið síðan tveir menn voru handteknir og síðan sleppt úr haldi á fimmtudaginn.

Manni var haldið í gíslingu í íbúð í Fellsmúla í tvo sólarhringa en hann komst undan á miðvikudag með því að klifra á milli svala. Rannsókn málsins miðar að því hvort um frelsissviptingu hafi verið að ræða.

Frétt mbl.is: Gaf sig fram við lögreglu

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn á rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, staðfesti í samtali við mbl.is að búið væri að yfirheyra parið sem hún óskaði eftir að ræða við fyrir helgi.

Nokkrir hafa verið yfirheyrðir en enginn handtekinn síðan á fimmtudag, eins og áður kom fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert