Steingrímur kosinn með 60 atkvæðum

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Forsetar Alþingis hafa alltaf fengið góða kosningu og án mótframboðs en þetta er óvenjulega góð kosning,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í samtali við mbl.is en Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, var í dag kjörinn forseti þingsins með 60 atkvæðum af 63. Tveir þingmenn voru fjarverandi og einn greiddi ekki atkvæði.

Frétt mbl.is: Steingrímur kjörinn forseti Alþingis

„Þetta er til marks um samstöðu þingmanna og að staðið sé við það samkomulag sem gert er,“ segir Helgi en samkomulag var fyrir atkvæðagreiðsluna um Steingrím sem þingforseta. Steingrímur er aldursforseti Alþingis en hann tók fyrst sæti á þingi árið 1983 og hefur setið þar síðan. Steingrímur fékk fyrir vikið ekkert mótframboð en kosningin var leynileg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert