Vinna að stofnun Lýðháskóla á Flateyri

Frá Flateyri. Nemendur flytja á staðinn.
Frá Flateyri. Nemendur flytja á staðinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við viljum bjóða upp á menntun menntunarinnar vegna, en lýðháskóli er hugsaður fyrir fólk sem stendur á tímamótum og vill átta sig á lífinu og tilverunni,“ segir Runólfur Ágústsson, sem er í stýrihópi sem vinnur nú að stofnun nýs lýðháskóla á Flateyri.

Verkefnið var kynnt fyrir bæjarráði Flateyrar í síðustu viku og voru viðbrögðin afar góð, að sögn Runólfs. Fljótlega upp úr áramótum verður svo stofnað formlegt félag utan um verkefnið.

Gert er ráð fyrir að ríkið komi að fjármögnun skólans með sama hætti og á öðrum skólastigum en spurður um skólagjöld segir Runólfur ekkert hafa verið ákveðið þar um. Horft verði til þess að nemendur þurfi að flytja á staðinn, en markmiðið með lýðháskóla á Flateyri er einnig að efla byggð og koma því á framfæri sem staðurinn hefur upp á að bjóða, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert