Kostnaður vegna atvinnuleysisbóta lækkar um 15%

Heildarkostnaður vegna vinnumála og atvinnuleysis lækkar um 2,5 milljarða sé …
Heildarkostnaður vegna vinnumála og atvinnuleysis lækkar um 2,5 milljarða sé tekið mið af launa- og verðlagshækkunum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Gert er ráð fyrir að útgreiddar atvinnuleysisbætur lækki um 1,8 milljarða milli ára og verði á næsta ári 10,35 milljarðar í stað 12,12 milljarða á árinu sem er að líða. Það nemur um 15% lækkun milli ára. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem lagt var fyrir Alþingi í gær.

Samkvæmt frumvarpinu hefur staðan á innlendum vinnumarkaði batnað mjög á síðastliðnum árum þar sem atvinnuþátttaka aukist samhliða minnkandi atvinnuleysi. Stefnir í að atvinnuleysi á árinu verði 2,3%.

Þá spili einnig inn þessa lækkun að tímabil sem heimilt hafi verið að greiða atvinnuleysisbætur hafi verið stytt úr 36 mánuðum í 30 mánuði í ársbyrjun 2015. Aftur á móti hafi fjárhæð grunnbóta atvinnuleysistrygginga hækkað um 13,5% síðustu tvö ár.

Í heild er kostnaður vegna flokksins vinnumála og atvinnuleysis að lækka úr 17,5 milljörðum á fjárlögum þessa árs í 15,8 milljarða á næsta ári samkvæmt fjárlögunum. Innan málaflokksins eru auk atvinnuleysistryggingasjóðs meðal annars vinnumálastofnun, vinnusamningur öryrkja, verndaðir vinnustaðir, ábyrgðasjóður launa og starfsendurhæfing.

Heildarfjárheimild málaflokksins lækkar í raun um 2,58 milljarða milli ára ef tekið er mið af því að almennar launa- og verðlagshækkanir nema 888 milljónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert