Brakið ein af fimm bestu

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur.
Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. mbl.is/Árni Sæberg

Brakið, glæpasaga Yrsu Sigurðardóttur, er ein af fimm bestu glæpasögum ársins 2016 í Bandaríkjunum að mati dagblaðsins Boston Globe. „Það er ótrúlega gaman að Yrsa sé heiðruð með þessum hætti. Þetta sýnir sterka stöðu hennar einnig vestanhafs,“ segir Pétur Már Ólafsson útgefandi hjá Bjarti og Veröld. Hann bendir á að fjöldi glæpasagna komi út á hverju ári í Bandaríkjunum og því telst þessi árangur mjög góður. 

Brakið kom fyrst út árið 2011 hér á landi en í Bandaríkjunum í febrúar á þessu ári. Á næsta ári kemur út bókin Kuldi en útgefandi í Bandaríkjunum hefur tryggt sér rétt á öllum glæpasögum hennar. 

Brakið eftir Yrsu sem nefnist, Silence of the Sea, á enskri tungu er sú eina í sínum flokki sem er þýdd. Glæpasagan, Even Dogs in the Wild, eftir metsöluhöfundinn Ian Rankin er einnig nefn ein af þeim betri í þessum flokki.

Þess má geta að Brakið var valin besta norræna glæpasagan í Bretlandi árið 2014. Á dögunum valdi dagblaðið Sunday Times Lygi Yrsu sem bestu glæpasöguna í Bretlandi í ár.

Brakið eftir Yrsu eða The Silence of the Sea á …
Brakið eftir Yrsu eða The Silence of the Sea á ensku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert