Meintir gerendur lausir úr haldi

Rannsókn á meintri nauðgun gengur vel.
Rannsókn á meintri nauðgun gengur vel. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrír karlmenn sem voru hnepptir í gæsluvarðhald þriðjudaginn síðastliðinn, vegna gruns um að svipta konu frelsinu og nauðga um síðustu helgi, var sleppt í gær. Mennirnir kærðu úrskurð Héraðsdóms um gæsluvarðhald til Hæstaréttar. Þeim var sleppt áður en niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir. Ástæðan er sú að talið var að engir rannsóknarhagsmunir væru fyrir hendi og þeim var því sleppt, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns lögreglunnar. Hann segir jafnframt að rannsókn málsins miði vel.   

Meintir gerendur eru allir á fertugsaldri og brotaþoli er kona á fimmtugsaldri. Fólkið þekktist. Meint brot átti sér stað í austurborginni um helgina. 

Frétt mbl.is: Hafa kært viku­langt gæslu­v­arðhald

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert