Ölvaður tekinn fyrir hraðakstur

mbl.is/júlíus

Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir eitt í nótt á Kringlumýrarbraut. Sá reyndist bæði ölvaður og hafa ekið of hratt. Fleiri voru teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis í gærkvöldi og nótt.

Í kringum miðnættið voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir ölvunarakstur í miðborginni. Annar á Fríkirkjuvegi en hinn á Skothúsvegi.

Um hálftvö var ölvaður ökumaður stöðvaður á Bústaðavegi og annar á Hafnarfjarðarvegi skömmu síðar.

Um þrjú í nótt var ökumaður, sem hefur ítrekað brotið umferðarlög, stöðvaður við Garðastræti. Sá var undir áhrifum fíkniefna, með fíkniefni á sér auk þess sem hann er sviptur ökuréttindum.

Lögreglan stöðvaði bifreið á Suðurlandsvegi við Klettháls um tvö í nótt og er ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert