Síldarstofninn þegar ofveiddur

Síldarnótin verður vart bleytt í bráð.
Síldarnótin verður vart bleytt í bráð. mbl.is/RAX

„Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Ísland muni auka við sínar aflaheimildir úr stofninum. Það er mál sem þarf að fara vandlega yfir.“

Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í Morgunblaðinu í dag spurður um viðbrögð Íslands við ákvörðun Norðmanna um aukna veiði úr norsk-íslenska síldarstofninum.

„Stofninn er þegar ofveiddur og því óábyrgt af Norðmönnum að auka veiðar sínar úr honum. Það verður erfitt fyrir okkur að sitja eftir og gera ekkert.“  Noregur hefur einhliða ákveðið að auka aflahlutdeild sína úr stofninum úr 61% prósenti í 67% af heildaraflamarki. Kvóti Noregs úr stofninum verður því 432.870 tonn, samkvæmt yfirlýsingu Per Sandbergs, sjávarútvegsráðherra Noregs, í síðustu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert