Þrjú slys og atvik í ferjusiglingum

Herjólfur fékk á sig brot er hann nálgaðist Landeyjahöfn
Herjólfur fékk á sig brot er hann nálgaðist Landeyjahöfn mbl.is/RAX

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) afgreiddi 5. desember sl. þrjár skýrslur um slys og atvik varðandi Baldur, Herjólf og Sævar.

Brot myndaðist framan við Herjólf þegar hann var að nálgast Landeyjahöfn 21. maí 2015. Allt fór þó vel, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Breiðafjarðarferjan Baldur tók niðri nálægt Flatey 22. júní 2015. Ástæðan var sú að siglingabauja hafði verið færð úr stað. Þá varð slys þegar Hríseyjarferjan Sævar var að leggja að á Árskógssandi 15. febrúar 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert